Bjór- og Léttvínssala - Hver er sannleikurinn?

Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa er spurt.

Bakgrunnur:

Áfengisbann var á Íslandi milli 1915 til 1922.  Takmörkunum þess var ekki að fullu aflétt fyrr en 1989 með lögleyfingu bjórs.  Áfengisbanninu var aflétt vegna fisksölusamninga við Spán[1]. Frá og með 1. desember 1995 var einkaréttur ÁTVR til innflutnings áfengis og sölu til endurseljenda afnuminn og innflytjendum, framleiðendum og heildsölum, sem höfðu til þess sérstakt leyfi, heimiluð sala til endurseljenda[2].

 

Rök með því að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa:

  • Áfengisneysla ungmenna fer minnkandi (sjá mynd 1 í heimild). Árið 2003 sögðu 54% nemenda við 10. bekk að þeir höfðu orðið drukknir á síðast liðnum 12 mánuðum, þetta hlutfall var 44% árið 20063.
  • Áfengisneysla menntaskólanema á árunum 2000-2004 hefur haldist dálítið stöðug[3].
  • Á sama tíma hefur áfengissala aukist stöðugt frá árinu 1995[4], frá 4,76 lítrum af hreinum vínanda til 7,20 lítra.

 
Þessar staðreyndir gefa það í skyn að aukin sala á áfengi auki ekki drykkju ungmenna. Þótt að sala á áfengi myndi aukast enn meira[5] ef sala verður frjáls, þá miðað við þessar staðreyndir ætti ekki að auka neyslu ungmenna. Aðgengi og annað gæti hins vegar aukið neyslu ungmenna, en það hefur lítið að gera með aukið magn á sölu hvort ungmenni auki drykkju sína.

  • Meirihluti (59%) fullorðinna vill að salan verði gefin frjáls[6]. Vilji þjóðarinnar?
  • “Aftur á móti má reikna með því að um leið og einkaréttur ríkisins verður afnuminn muni spretta upp vínbúðir sem sérhæfa sig í betri og dýrari vínum. Það myndi líkast til auka bæði úrval og gæðin.
    Rökin sem mæla með því að færa vín og bjór í matvöruverslanir eru fyrst og fremst þau að þá muni hagnaðurinn af sölunni renna í vasa kaupmanna í stað ríkiskassans.  Hvort það telst gott eða slæmt verður hver að dæma fyrir sig.”
  • Auðveldara aðgengi fyrir fólk sem býr ekki nálægt ÁTVR verslun.

Rök á móti því að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa:

  • Eftirlit yrði verra en það hefur verið og yngra fólk gæti í ríkara mæli keypt en hingað til hefur tíðkast. Í Finnlandi hefur verið sýnt fram á þetta[7], en þar gátu um 46,6% ungmenna, sem ekki höfðu aldur, keypt áfengi í búðum. (Ekki eru gefnar tölur um þetta hlutfall þetta var fyrir). En miðað við að aðeins 5,4% íslenskra ungmenna, sem ekki hafa aldur, hafa keypt áfengi í ÁTVR[8] má telja að hlutfallið hér á Íslandi muni hækka.
  • Aukið áreiti fyrir fólk með Alkahólisma. Það getur varla talist gott ef að fólk með þennan sjúkdóm getur ekki farið að versla án þess að verða fyrir áreiti. Þá kemur upp spurning um sér álmu fyrir áfengi (líkt og tóbak í fríhöfninni).
  • Landsbyggðin mun tapa[9], þar sem að flutningsgjald bætist að öllum líkindum ofan á verðið sem verður á höfuðborgarsvæðinu. Í dag kostar vínflaska jafn mikið í Reykjavík og á Þórshöfn.
  • Aukning yrði á auglýsingum á áfengi, en það hefur verið sýnt fram á í Bandaríkjunum að auglýsingar hafi slæm áhrif á ungmenni[10]
  • Aukin drykkja gæti þýtt aukning í sjúkdómum sem fylgja drykkju.
Álit mitt:
Þetta eru ekki tæmandi rök í báðum flokkum, en bara svona til þess að gefa einhverja mynd af þeim rökum sem dregin eru upp af báðum flokkum. Þessi rök hef ég sé verið notuð af netverjum og einnig hef ég náð sjálfur í upplýsingar og túlkað þær.
 
Ég er með því að leyfa sölu á bjór og léttvíni. Tel ég þá að það muni hafa meira gott í för með sér heldur en slæmt. Ég tel að það slæma sem hefur gerst í öðrum löndum gæti reynst okkur vel, því við eigum að draga lærdóm af því.
 
Nú er spurningin hvað finnst ykkur? Hver er sannleikurinn (of svo má að orði komast) í þessu máli?

[1] http://209.85.135.104/search?q=cache:BypAA0kNH-0J:kennarar.fss.is/aegirkarl/SAG203/Haust%25202005/Sal203%2520G2%2520k8%2520stormasom%2520ar%2520Haust2005.doc+%C3%81fengisbann+%C3%A1+%C3%ADslandi&hl=en&ct=clnk&cd=3

[2] http://www.lydheilsustod.is/rannsoknir/afengi-og-vimuefni/talnaefni/ytarefni/nr/1758

[3] http://vimuvarnir.is/greinar/greinasafn/afengi/nr/2096

[4] http://www.lydheilsustod.is/media/afengi/rannsoknir/Afengi_neysla_04_07.jpg

[5] http://vimuvarnir.is/greinar/greinasafn/afengi/nr/1063

[6] http://www.svth.is/user/news/view/0/235

[7] http://vimuvarnir.is/greinar/greinasafn/afengi/nr/912

[8] http://www.lydheilsustod.is/media/afengi/annad/KynninESPAD.pdf

[9] http://www.fka.is/?i=2&o=606

[10] http://www.lydheilsustod.is/rannsoknir/afengi-og-vimuefni/ytarefni/nr/1436

 


mbl.is Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

Mjög athyglisvert.

Ég er með frjálsri sölu á áfengi. Löngu tímabært og ég fagna þessu frumvarpi.

Gunnhildur Hauksdóttir, 12.10.2007 kl. 14:19

2 Smámynd: ViceRoy

Þetta kalla ég hlutlausa umræðu!

Ég er með frjálsri sölu, þótt verð kannski lækki ekki endilega mikið.  Punkturinn um sér álmu er akkúrat það sem ég hef hugsað um lengi.  Hægt einfaldlega að afgreiða bjór og léttvín þar í stað þess aðafgreiða þá á kassa, kvittunin segir allt. Eldra fólk þar og sjúklingar áfengis þurfa ekki endilega að verða fyrir þessu áreiti. Ef það myndi hins vegar kallast áreiti... hvar ættu þá vínbúðirnar að vera? Alkahólistar ganga væntanlega framhjá ÁTVR í hvert skipti sem þeir ganga í gegnum Austurstræti, ganga í gegnum Mjóddina, Eiðstorg, Smáralindina og Kringluna og hvar sem allir staðirnir eru.  

Drykkjuvenjur munu væntanlega breytast eitthvað, en til hins betra að mínu mati. Þá gæti hver sem er náð í léttvín og bjór hvenær sem er og þá er t.d. ekki verið að hugsa um að drífa sig í ríkið áður en það lokar, þar sem sú hugsun hlýtur að einhverju leyti að ýta undir að kaupa áfengi, þú getur keypt þér 3 bjóra og skroppið út í búð ef þig skyldi langa í meira, og svo framvegis. Reyndar gæti það hins vegar ýtt undir að fólk myndi aka þangað undir áhrifum :/ 

Held að jú fólk muni kannski drekka oftar, eða fá sér öl, en í minni mæli.  En það er svo sem bara mitt álit. Úrval mun væntanlega aukast, en hins vegar yrði ríkið samt sem áður að selja bjór og léttvín svo úrvalið myndi hins vegar ekki versna... Verslanir myndu jú frekar vilja græða á lélegri gæðum ef þeir geta selt það á sama verði og góð gæði, EF ríkið myndi hætta sölu. 

Held þetta sé gott mál. 

ViceRoy, 12.10.2007 kl. 15:29

3 identicon

Þetta er fyrirmyndarpistill hjá þér Guðmundur. Sjálfur hef ég ekki sterka skoðun á málefninu.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefnuleysi... þangað til stefnan skýrist!

Höfundur

Guðmundur Gunnlaugsson
Guðmundur Gunnlaugsson
Höfundur er nemi við Háskóla Íslands. Hann hefur áhuga á því að komast að hinu rétta um hin og þessi mál.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • eftirspurn annad
  • eftirspurn verd
  • Mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband