30.11.2007 | 14:17
Kristinfræði í skólum
Var að lesa frétt í 24 stundum sem fór eitthvað á þá leið að grunnskóli hér á landinu hafi afþakkað hina heilögu gjöf.... Nýja Testamentið!
Biskupinn er auðvitað brjálaður og talar um að það þurfi að sporna við "þeim hættulegu öflum" sem virðast ætla að grípa börnin heljargreipum. Það er náttúrulega ekki hægt að sætta sig við að skóli afþakki Nýja Testamentið vegna þess að kristinfræði er kennd í grunnskólum.
Kristinfræðin er örugglega búin að taka einhverjum breytingum hvað varðar innihald námsefnis síðan ég var í henni (farið að kenna "trúarbragðafræði") en litast samt af einhliða innihald. Ef einhver getur gefið mér link á hvar ég get lesið um kennsluskrá kristinfræði þá væri það mega!
Er það bara ég sem að skynja ákveðna hræðslu meðal kristna manna? Má ekki pent afþakka gjafir og engir eftirmálar án þess að það sé tileinkað illum öflum eins og má lesa úr orðum biskups... kannski var hann að misskilja (eða ég) eða veit meira um málið...
Veit einhver hvaða skóli þetta er?
Um bloggið
Stefnuleysi... þangað til stefnan skýrist!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skúli:
Til að byrja með væri kristniboðun ekki sjálfsögð í skólum landsins þó svo að yfir 80% landsmanna játuðu kristna trú. Þetta er bara svo ótrúlega brjáluð hugmynd.
Fyndist þér rétt að boða stefnu Sjálfstæðisflokksins í grunnskólum ef yfir 80% landsmanna væru sammála Sjáflstæðisflokknum? Ég vona svo sannarlega að svarið við þessu sé "Nei". Það sama gildir um trúmál.
En raunin er að það er út í hött að halda því fram að yfir 80% landsmanna séu kristin. Í könnun (*.pdf) sem Þjóðkirkjan lét framkvæma kom í ljós að ~50% sögðust játa kristna trú. Ef þú vilt fræðast meira þá skrifaði ég grein um þetta: Meirihlutagoðsögnin
Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.11.2007 kl. 20:04
Skúli. Hefurðu heyrt um menningarlega afstæðishyggju? Þótt ég dragi þá kenningu í efa ert þú rökin sem mæla með henni.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.