Færsluflokkur: Bloggar

Kristinfræði í skólum

Var að lesa frétt í 24 stundum sem fór eitthvað á þá leið að grunnskóli hér á landinu hafi afþakkað hina heilögu gjöf.... Nýja Testamentið!

Biskupinn er auðvitað brjálaður og talar um að það þurfi að sporna við "þeim hættulegu öflum" sem virðast ætla að grípa börnin heljargreipum. Það er náttúrulega ekki hægt að sætta sig við að skóli afþakki Nýja Testamentið vegna þess að kristinfræði er kennd í grunnskólum.

Kristinfræðin er örugglega búin að taka einhverjum breytingum hvað varðar innihald námsefnis síðan ég var í henni (farið að kenna "trúarbragðafræði") en litast samt af einhliða innihald. Ef einhver getur gefið mér link á hvar ég get lesið um kennsluskrá kristinfræði þá væri það mega!

Er það bara ég sem að skynja ákveðna hræðslu meðal kristna manna? Má ekki pent afþakka gjafir og engir eftirmálar án þess að það sé tileinkað illum öflum eins og má lesa úr orðum biskups... kannski var hann að misskilja (eða ég) eða veit meira um málið...

Veit einhver hvaða skóli þetta er?


Stefnuleysi...

Var með háleitar hugmyndir þegar ég hóf þetta blogg.... ætlaði að vera klár og skrifa málefnalegar umræður um hitamál í þjóðarmenningunni... það gerðist einu sinni og síðan dó það nokkurn veginn.... ég ætla að láta stefnuleysi ráða ferðinni hérna og skrifa nokkurn vegin það sem er efst í huga (sem fer væntanlega eftir skapi og öðru því um líku)...

Stefnuleysið verður vinur minn, þangað til að ég finn mig í einhverju fari og stefna fer að markast... held samt að ég haldi áfram að punga út asnalegum ljóðum eða textum.... bara til þess að skemmta þér lesandi góður!

Leiter


Prolific in non-prolific ways...

 

Undarfarið hef ég verið að hugsa um það hvað mér þykir mikilvægt í þessu lífi og hef komist að ýmsu um sjálfan mig.

 

Ég hélt áður fyrr að lífið væri bara þessi venjulega rútína: Vakna. Skóli/læra. Gera eitthvað. Sofa. Endurtaka. Með einstaka matarpásum, vefbrölti og sjónvarpshangsi. Hins vegar er eitthvað að malla upp í gömlu miðstöðinni. Ég er að átta mig á því að ég vill eitthvað meira, ég vill eitthvað meira en ég get gert. Kannski er "þori" rétta orðið, vill eitthvað meira en ég þori að gera. Orðinn þreyttur á þessu hefðbundna, vill gera eitthvað, fara eitthvað og sjá eitthvað sem skiptir mig máli. Ég er líka þreyttur á því hver ég er. Ég vildi að ég hefði meiri hæfileika eða getu til þess að uppfylla mínar langanir. Ég vil semja, syngja og njóta þess að vera frjór.

 

I'm baffled by my mundane being,

So baffled by what i'm seeing,

I'm bored by the belief of me,

So bored by what I see,

Changes are called upon, but they never come

Changes called upon, will you ever come?

 

Það versta við að fá góða hugmynd er að geta ekki framkvæmt hana (eða þora ekki að framkvæma hana). Í dag er ekki lagt mikið upp úr sköpun fyrir þessa óreyndu eða "getulausu". Kannski á það rætur að rekja í það hvernig við erum alin upp. Við búum í heimi sem gengur út á að ná ákveðnum stöðlum og þessir staðlar eru fastir í rótgrónu skrifræði. Það er ekki rúm fyrir sköpun í hefðbundnu kerfi (þessi pæling er föst í mér vegna Hauks, sem að nefndi þetta við mig og ég held að hann dragi innblástur af Óla Stef eða Melankolinn og mæli ég með að allir lesa bloggið hans um áhugaverða parið).

 

Þetta sköpunarleysi sem við flest, allaveganna ég, ölumst upp í veldur einmitt þessari krísu sem ég er að upplifa oftar en ekki. Ég er hugmyndaríkur á mjög óhugmyndaríka vegu. Þær fáu pælingar sem ég kem frá mér eru oftar en ekki ófrumlegar (sjá þessa færslu því til stuðnings). En ófrumleiki er samt ekki það eina sem er að plaga mig. Getuleysi. Ekki líkamlegt, heldur andlegt (eða jú kannski líkamlegt líka). Ég vil syngja, en get ekki sungið vel. Ég vil semja eitthvað stórt, sem einstaka texta og ljóð, sem eru lítil og ómerkileg. Ég vil vakna og átta mig á öllu því sem er merkilegt. Ég vil geta lesið og munað. Ég vil margt sem að ég get ekki vegna þess að ég hef ekki andlegu getuna til þess að koma því í verk. Líkamlega takmarkast ég á ýmsa vegu og væri til í að geta breytt því, en enn og aftur kemur þetta andlega getuleysi þar sem ég tel mig trúan um að ég geti  ekki breytt því sem er orðið.

 

I'm prolific in every non-prolific ways,

So prolific in an endless daze,

I'm awake yet my mind is not awaken,

So awake my Self is taken,

Changes are called upon, but they never come

Changes called upon, will you ever come?

 

Ég velti því fyrir mér hvort ég hefði orðið öðruvísi ef ég hefði alist upp í kerfi þar sem að sköpun skipti höfuð máli... En þrátt fyrir að kerfið í dag sé oftar en ekki það sem gefur mest, þá er það besta kerfið sem hingað til hefur verið búið til. Ef maður ætti að reyna að koma á kerfi sem að metur sköpun eða innsýn eða álíka huglæga áhrifaþætti, þá þyrfti að vera staðall, eins og er í hinu hefðbundna kerfinu... Þannig þetta virkar eiginlega ekki, allaveganna dettur mér ekkert í hug (týpískt).

 

Ég er vakandi en samt er hugur minn sofandi, það þarf að breytast... Og ég held að það sé að breytast. Allaveganna nennti ég að skrifa þetta. Kannski að vinir manns og fólkið sem manni þykir vænt um sé viagra-hugans? Ég elska það að ræða við vini mína um hluti sem skipta máli, það gerir mig graðan í þekkingu og viljan til þess að gera eitthvað merkilegt.

 

Ekki meiri perraskap í bili... Held að það verði nokkrar svona færslur í framtíðinni... Pælingar. Hugmyndir. Kvartanir. Mont. Allt sem mér dettur í hug... Kannski að maður hendi inn fleiri textum og ljóðum ykkur til skemmtunar... Er dálítið frelsandi að gefa þessum ljóðum lausan tauminn á netinu, þar sem hver og einn með internet aðgang getur nálgast þau og sagt það sem þeim finnst um þau.

 

Leiter...


Skammast mín fyrir að vera Íslendingur!

Í ljósi fréttar sem birtist aftast í fréttablaðinu í dag (21. nóvember) ætla ég hér með að lýsa því yfir að ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur.

Ekki það að þessi atburður er einstæður eða sé aðal-ástæðan, heldur er þetta dropinn sem fyllti mælinn. Netið er heimur heigullanna. Það að fólk dirfist að hóta fólki fyrir að vinna vinnu sína!? Síðan er það Snæbjörn yngri, sem á engan hátt tengist Smáís eða torrent sem lendir fyrir barðinu á fávitum sem ekki vita hvað þeir eiga að gera með tíman sinn.

Skamm Ísland.


Um bloggið

Stefnuleysi... þangað til stefnan skýrist!

Höfundur

Guðmundur Gunnlaugsson
Guðmundur Gunnlaugsson
Höfundur er nemi við Háskóla Íslands. Hann hefur áhuga á því að komast að hinu rétta um hin og þessi mál.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • eftirspurn annad
  • eftirspurn verd
  • Mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband