16.10.2007 | 17:24
In Rainbows / Radiohead (2007)
Er bara þrusu góð plata! Ein af þessum hefðbundnu Radiohead plötum, sem þurfa oftast 3-4 hlustanir áður en maður fer að meta þær.
Ég er mjög sáttur með heildina en þó hefði ég verið til í að heyra fleiri MJÖG GÓÐ lög. Reckoner er klárlega besta lagið að mínu mati, alveg ótrúlega flott í alla staði! Nude fylgir sterklega þar á eftir.
Þessi tvö lög skara framúr á þessari plötu. Reckoner hefur heildina, en Nude er bara svo fallegt, þá sérstaklega miðjukaflinn í laginu.
Hin lögin eru mjög öflug, þó að sum þeirra eru ekki það eftirminnileg eins og Weird Fishes/Arpeggi.
Hljóðfæraleikur er til fyrirmyndar á plötunni, en það er söngurinn eins og alltaf sem er það fallega við þessa hljómsveit. Hann er ótrúlegur hann Thom Yorke
Gef þessari plötu 3 og hálfa stjörnu! Ef ég ætti að miða hana við fyrri plötur þá liti listinn svona út:
The Bends
OK Computer
Hail to the Thief
Amnesiac
In Rainbows
Kid A
Pablo Honey
Ef þið viljið fræðast meira um hljómsveitna ýtið þá hér!
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 17.10.2007 kl. 14:08 | Facebook
Um bloggið
Stefnuleysi... þangað til stefnan skýrist!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek það til baka að Weird Fishes sé ekki eftirminnilegt... það er mega lag!
Gummi (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 22:18
Weird Fishers er klárlega massalag. Eins og Reckoner og Nude. Lög sem byrjuð eru að læðast inn hjá mér eru House of Cards og Jigsaw falling into Place.
Ég set spurningu við þennan lista hjá þér. Sérstaklega af þeirri ástæðu að OK Computer er tvisvar á honum. Hér er minn listi, en eins og þú læðist að mér sá grunur að In Rainbows eigi eftir að hækka á honum:
Ok Computer
The Bends
Hail To the Theif
Amnesiac
In Rainbows
Kid A
Pablo Honey
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.