Á að leyfa birtingar á áfengisauglýsingum?

Það er kannski ekki til umræðu í samfélaginu í dag hvort það eigi að leyfa birtingar á áfengisauglýsingum, en sú umræða á eftir að fara af stað. Í dag hefur ÁTVR réttinn til þess að selja áfengi ásamt birgjum, en það eru birgjarnir og framleiðendur sem hagnast mest á auglýsingum. Eins og staðan er í dag þá má auglýsa bjór sem er talinn vera léttbjór, en þó vita flest allir að auglýsingarnar eru hannaðar þannig að þær geta virkað sem auglýsing fyrir venjulegan bjór.

Ég held að aðal ástæðan fyrir því afhverju auglýsing á áfengi er bönnuð er að ekki er hægt að varna því að börn og unglingar, sem ekki hafa aldur til þess að kaupa, geta orðið fyrir áhrifum þeirra.

Þessi ástæða er góð og gild. Margar rannsóknir, framkvæmdar í BNA, hafa sýnt að aukin nálægð við áfengisauglýsingar ýtir undir aukna drykkju meðal ungmenna. Einnig hafa þær sýnt að nálægð við áfengisauglýsingar spáir fyrir um drykkju seinna meir[1].

Af þessu að dæma má kannski útiloka að áfengisauglýsingar verði nokkurn tíman leyfðar, því að við viljum ekki ýta undir það að ungmenni, sem ekki hafa aldur til, hefji drykkju. En þó þá er spurt, er eitthvað hægt að gera til þess að draga úr því að ungmenni verði fyrir áhrifum auglýsinga fyrir bjór og annað áfengi? Og ef því er náð er hægt að leyfa auglýsingar fyrir slíka drykkju?

Rannsóknir hafa sýnt að ungt fólk dregst að auglýsingum sem innihalda einkenni líkt og tónlist, dýra- og mannlega karaktera, sögur og húmor (M.J. Chen og fleiri).
Enn frekar hafa þær sýnt að ungt fólk dregst að vörumerkjum, eins og áfengi, sem eru tengd við áhættusama hegðun og sem færa, að þeirra mati, tafarlausa ánægju, unað og félagslega stöðu (C. Pechmann og fl.).
Einnig er ungt fólk sem líkar við áfengisauglýsingar, líklegra til þess að hafa jákvæðar væntingar gagnvart notkun áfengis (E.W. Austin og fl.)[2].

Þessar staðreyndir byggja á rannsóknum í BNA, þar sem auglýsingar á áfengi eru leyfðar í mörgum fylkjum. En ef það ætti að leyfa auglýsingar á áfengi hérlendis, þá þyrfti að sporna gagnvart þeirri þróun sem hefur verið í gangi þar.
Auglýsingar eru oft hannaðar til þess að hafa áhrif á ungt fólk og eru auglýsingatímar og staðir oftar en ekki staðir og tímar, sem ungt fólk verður fyrir sem mestum áhrifum.

Ef auglýsingar yrðu leyfðar hér þá þyrfti í fyrsta lagi að vera fylgst með og settar takmarkanir á hönnun þeirra. Í öðru lagi ættu auglýsendur ekki að fá leyfi til þess að auglýsa á tímum og stöðum þar sem ungt fólk verður fyrir miklum áhrifum. Það er lítill tilgangur í því að leyfa auglýsingar núna, en ef sala á bjór og léttvíni verður gefin frjáls þá finnst mér að þetta ætti að fylgja með. Þó með mjög miklu eftirliti og varkárni.

Hvað finnst ykkur?


[1] http://camy.org/factsheets/index.php?FactsheetID=1

[2] http://camy.org/factsheets/index.php?FactsheetID=1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Það er í gildi bann við áfengisauglýsingum en því banni hefur ekki verið fylgt eftir af einhverjum ástæðum eins og allir vita. Það er einnig bann við hraðaakstri og þvi banni er nú fylgt eftir. Sum lögbrot eru bara ekki lögbrot fyrr en menn ákveða að gera eitthvað í málunum.
Það væri í raun mjög heimskueg ráðstöfun að leyfa áfengisauglýsingar. Það myndi væntanlega auka áfengisdrykkju, sem er nægilega mikil fyrir.

Júlíus Valsson, 13.10.2007 kl. 17:14

2 identicon

Ég vil ekki að áfengisauglýsingar séu leyfðar vegna þeirra röksemda sem þú vitnar í. Ég vil líka benda á eitt áhugavert þegar kemur að áfengisauglýsingum á Íslandi. Í erlendum tímaritum sem hingað eru fengin eru oft áfengisauglýsingar sem ekki er hægt að sporna við. Það hafa ekki margir spáð í þessu en hvað finnst mönnum um þetta?

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefnuleysi... þangað til stefnan skýrist!

Höfundur

Guðmundur Gunnlaugsson
Guðmundur Gunnlaugsson
Höfundur er nemi við Háskóla Íslands. Hann hefur áhuga á því að komast að hinu rétta um hin og þessi mál.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • eftirspurn annad
  • eftirspurn verd
  • Mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband